“Skiptir línan á hjólinu virkilega einhverju rosalegu máli?” er eflaust spurning sem margir nýliðar og reyndari menn hafa spurt sig að, eða jafnvel pæla ekki einu sinni í
.
Tengir þú kanski við það að hafa notað sömu línu á stönginni ár eftir ár, en skilur lítið í því afhverju þér finnst þú ekkert bæta þig þegar kemur að því að kasta milli ára?

Jafnvel er félagi þinn, sem þú plataðir með þér í sportið orðinn betri en þú eftir stuttan tíma og þú farinn að hugsa hvort það gæti verið að stönginn sem þú varst svo ánægður með sé einfaldlega ekki nógu góð?

Þetta eru allt hlutir sem við í Veiðifélaginu höfum heyrt af í gegnum árin, en þú þarft ekki að örvænta því svarið gæti verið mjög einfalt! Línan gæti verið orðinn slöpp og illa farinn eða hún hentar hreinlega ekki fínu stönginni þinni!

Að vera með rétta línu fyrir þína stöng skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að fá það besta út úr stönginni. Til að byrja með skaltu komast að því hver þyngdin á línunni þinni er og hvort sú þyngd sé sú rétta fyrir stöngina þína, eftir að það er komið á hreint er gott að spóla línuna út af hjólinu og skoða hana. Ef línan er mikið notuð gæti hún verið farin að þorna upp og jafnvel morkna, þá byrjar hún oft að kubbast í sundur sem gerir þér erfiðara fyrir þegar kemur að því að kasta. Til að auka endingar tíma og gæði línunnar er gott að venja sig á að bera reglulega sérstaka næringu á línuna til að halda henni mjúkri og fínni.

Oft getur verið sniðugt að eiga auka spólu á hjólið þannig þú getir skipt um línu eftir aðstæðum. Segjum sem svo að þú sért að veiða vatnsmikla á og vilt koma flugunni hratt niður, þá er tilvalið að vera með hraðsökkvandi línu en aftur á móti myndi sú lína ekki henta eins vel í grynnri á eða vatni, þar vilt þú helst að línan fljóti á yfirborðinu til að forðast það að festa sífellt í botninum.

Við í Veiðifélaginu erum með gott úrval af gæða línum frá Scierra sem eru sérhannaðar fyrir stangirnar okkar. Ef þú vilt fá það besta út úr veiði sumrinu þínu ekki hika við það að kíkja til okkar í Nethyl 2c eða hafa samband og fá faglega ráðgjöf varðandi val á línum og öðrum búnað!

Hlökkum til að sjá ykkur!