Skilmálar
Skilmálar
Veiðifélagið er með umboðið fyrir allar vörur Svendsen sport sem er eitt af stærstu fyrirtækjum Evrópu sem selur veiðibúnað. Í krafti stærðar sinnar ná þeir að framleiða vörur sínar á mjög hagstæðum verðum sem skilar sér beint til neytenda.Á meðal merkjanna sem við bjóðum uppá frá Svendsen Sport er Scierra, Okuma og Ron Thompson fyrir stangveiðina og Prologic fatnaður fyrir skotveiðina. Einnig bjóðum við upp á vörur frá Patagonia, Abu Garcia, Cortland, Mepps, Savage Gear og Lenz.
Allar Vörur eru sendar með póstinum sama dag eða daginn eftir.
Dýjaveitur ehf. er eigandi Veiðifélagsins.
kt. 5304160700.
s. 7751040
veidifelagid@veidifelagid.is
Nóatún 17, 105 Reykjavík
VSK-númer 123958
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti beint heim að dyrum. Sendingakostnaður er Kr.1.250. (Sendingarkostnaður er mismunandi eftir fyrirtækjum. Ef að verslað er fyrir 9.000,- eða meira þá fellur sendingarkostnaðurinn niður.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneigninarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.