Nám M-Type Flugulína
Nýjar flugulínur frá skandinavíska merkinu Nám. Þessi lína hentar vel fyrir þá sem vilja ná langt. Hentar t.d. einstaklega vel fyrir vatnaveiði. Hausinn er 10,1 metra langur og er mjög stöðugur í loftinu sem gerir það að verkum að auðvelt er að ráða við langa línu og mynda nákvæmar þröngar loopur. Jafnvel mjúk framsetning með þurrflugu og réttum taum er leikur einn með þessari flotlínu.
Tilvalin lína fyrir fluguveiðimenn sem leggja mikla áherslu á framsetningu.
Línan er tvílit sem auðveldar veiðimönnum að meta hve langt hausinn er úti til þess að hlaða stöngina rétt. Fínlegar lykkjur eru á báðum endum.
Allar Nám línunar eru framleiddar í Bandaríkjunum af RIO Products.
Fáanleg í stærðum: #4, #5, #6, #7, #8 Litur: Fluo Yellow running lína / Hvítur haus
Línuþyngd | Lengd á haus | Þyngd á haus | Lengd alls | Tegund |
---|---|---|---|---|
WF #4 flot | 10,1m |
11gr |
31 metrar | flotlína |
WF #5 flot | 10,1m |
13gr |
31 metrar | flotlína |
WF #6 flot | 10,1m |
15gr |
31 metrar | flotlína |
WF #7 flot | 10,1m |
18gr |
31 metrar | flotlína |
WF #8 flot | 10,1m |
20gr |
31 metrar | flotlína |